Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Hlaðvarp Sorgarmiðstöðvar

Í samstarfi við mbl.is hefur Sorgarmiðstöð gefið út hlaðvarpið Sorg og Missi. Hægt er að hlusta á þættina hér eða á Spotify. Nýjasti þáttur hlaðvarpsins birtist efst.

Í þessum sjöunda þætti er rætt við Sigrúnu Kristínu sem missti ófætt barn sitt á 38. viku á meðgöngu, en hún hefur einnig misst föður og systur. Hún ræðir einnig um vinnu sína fyrir Gleymmérei samtökin og hvernig er að styðja aðra í sorg.
Í þessum sjötta þætti er heiðurs umfjöllun um samtökin Nýja Dögun, en Ný dögun er í raun móðursamtök Sorgarmiðstöðvar. Í þættinum spjallar Karólína við Jónu Dóru Karlsdóttur, sem missti tvo unga syni sína af slysförum. En sagan hennar og saga drengjanna hennar er samofin stofnun Nýrrar dögunar. Þær fara aðeins yfir upphafið og sögu samtakanna ásamt reynslu Jónu Dóru af missi, barnsmissi, sorgina og að styðja aðra í sorg.
Fimmti þátturinn kallast „Að missa foreldri í fíkn, flóknu hliðar sorgar“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Kol­bein Elí Pét­urs­son sem missir móður sína ungur að árum, sorgina og hversu flókin sorgin getur verið.
Fjórði þátturinn hlaðvarpsins kallast „Æðri öfl leiddu Oddnýju áfram í sorginni“ og ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Oddnýju Þ. Garðarsdóttur um barnsmissi, von og bókarskrif.
Þriðji þáttur hlaðvarpsins kallast „Sorgarúrvinnsla er forvörn“ og ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur fagstjóra Sorgarmiðstöðvar um bjargráðin, barnsmissi og sjálfsvíg.
Annar þátturinn kallast „Að elska eftir makamissi“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Evu Dís Þórðardóttur og Gísla Álfgeirsson um makamissi, ást eftir missi, skömm, flóknar tilfinningar og von.
Fyrsti þátturinn kallast „Jólin og sorgin“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir stjórnarformaður og umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Ínu Lóu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira