Hitapoki

3.000kr.

Ekki til á lager

Upplýsingar

Þessir yndislegu hitapokar eru afrakstur verkefnisins „Veitum hlýju“  þar sem nemendur ýmissa unglingadeilda grunnskólanna tóku að sér að sauma poka. Nemendurnir voru ótrúlega hugmyndaríkir í vinnu sinni en þeir nýttu m.a. efni frá heimilum sínum, Rauða krossinum og afgangsefni sem féll til í kennslustundum. Hluti hitapokanna er notaður í stuðningshópastarfi Sorgarmiðstöðvar en þar gefst syrgjendum einnig kostur á að fá hitapoka á axlirnar á meðan á hópastarfi stendur.

Hitapokarnir eru nú einnig fáanlegir hér og koma í mismunandi litum og munstrum. Stærð pokanna er sú saman en engin eins í útliti.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira