Það er erfið lífsreynsla að missa ástvin. Þegar ástvinur deyr í kjölfar veikinda er ýmislegt í undanfaranum sem getur haft áhrif á hugsanir og líðan í úrvinnslu sorgarinnar. Það getur verið hjálplegt að gera sér grein fyrir hvaða þættir það eru sem hafa áhrif og hvað er eðlilegt að upplifa í veikindunum og eftir missinn. Í erindinu verður fjallað um þessa helstu þætti og bjargráð sem geta nýst okkur í sorgarúrvinnslunni.
Lóa Björk Ólafsdóttir flytur erindið en hún er hjúkrunarfræðingur og hefur sérhæft sig á sviði líknarmeðferðar. Lóa vann í mörg ár hjá Heru, sem er sérhæfð líknarþjónusta í heimahúsum, og hefur því langa reynslu af því að vinna með fjöskyldum sem takast á við erfið veikindi. Einnig hefur hún frá árinu 2015 unnið sem ráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu krabbameinsfélagsins.
Nauðsynlegt er að skrá sig á erindið til að tryggja sér pláss.
Erindið hefst kl. 18:00