Að missa ástvin í kjölfar fíknar er afar erfitt og oft á tíðum getur sorgarúrvinnslan verið flókin. Díana Ósk Óskarsdóttir flytur erindi um ástvinamissi vegna fíknar en hún er sjúkrahúsprestur og handleiðari og starfar í stuðnings- og ráðgjafateymi Landspítalans. Díana Ósk hefur sérhæft sig í málum sem tengjast áfengis- og vímuefnasjúkum sem og aðstandendum þeirra.
Erindið hefst kl 20:00