Þegar barn deyr í móðurkviði eða í eða eftir fæðingu deyja um leið allir draumarnir, vonirnar og væntingarnar. Eftir sitja foreldrar með sorg og söknuð.
Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir ljósmóðir og Díana Ósk Óskarsdóttir sjúkrahúsprestur flytja erindi um missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þær segja einnig frá hópastarfi sem Landspítalinn býður uppá fyrir foreldra í þessari stöðu.
Erindið hefst kl 20:00