Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

09/04/2024
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Að missa úr fíkn – lokað hópastarf

Hópastarf fyrir þau sem misst hafa ástvin af völdum áfengis- eða vímuefnafíknar fer af stað í apríl. Haft verður samband við alla sem hafa skráð sig og eru á biðlista þegar þeirra hópur er að fara af stað.

Ef hópastarfið er fullt eða farið af stað er samt gott að skrá sig á biðlista fyrir næsta hópastarf.

Nánari upplýsingar og skráning hér 

Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðningshópastarf greiði staðfestingargjald til að tryggja þátttöku. Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu viðkomandi með samtali.


Hópastarfið hefst kl. 18:00

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira