10/09/2024
Víðsvegar

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september, en vakin verður athygli á málstaðnum frá 1. September til 10. Október undir heitinu Gulur September. Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum sjálfsvíga og minnast þeirra sem hafa dáið í sjálfsvígi.

Nánari dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Að Gulum September standa fulltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Geðsviði Landspítala, Heilsugæslunni, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta, Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjunni.

Nánari upplýsingar á www.gulurseptember.is.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira