Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

17/12/2020
Rafrænt erindi

Börn í sorg á tímum Covid og jólin nálgast 

Kæru foreldrar, forráðamenn og aðrir aðstandendur barna í sorg

Nú styttist í jólahátíðina sem veldur eflaust kvíða hjá mörgum og ekki síst börnunum okkar sem hafa misst ástvin á undanförnum misserum. Sorgarmiðstöð býður uppá rafrænt erindi fimmtudaginn 17. desember kl. 20:00 þar sem við fjöllum um sorg barna, covid og jólin.  Steinunn Anna Sigurjónsdóttur sálfræðingur frá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni flytur erindi og  svarar spurningum. Einnig mun Ína hjá Sorgarmiðstöð sem missti eiginmann sinn frá ungum börnum í aðdraganda jóla vera með á erindinu og er líka hægt að beina spurningum til hennar.

Það má senda spurningar fyrirfram á ina@sorgarmidstod.is eða bera þær upp strax eftir erindið.

Við vonum innilega að þetta erindi nýtist ykkur til að hlúa betur að börnum ykkar og ungmennum í aðdraganda jólanna.
Skráning á erindið er nauðsynleg og fer hún fram hér

Allir sem eru skráðir fá sendan tölvupóst með slóð til að fara inná þegar nær dregur.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira