Alþjóðlegur dagur barna í sorg er haldinn ár hvert, þriðja fimmtudag í nóvember.
Að þessu sinni bjóðum við, í samstarfi með Erninum, minningar – og styrktarsjóði, upp á hugljúfa dagskrá fimmtudaginn 20. nóvember í tilefni dagsins.
Hádegiserindi í streymi frá Vídalínskirkju kl. 12:00
Fimm ungmenni deila reynslu sinni í samtali.
Minningarstund í Vídalínskirkju kl. 17:30
Tónlist, hugvekja og veitingar í boði eftir stundina.
Ath. húsið opnar á föndri kl. 16:30 þar sem börnin geta föndrað blá fiðrildi til minningar um ástvin sinn.
Minningarstundin er opin öllum ungum syrgjendum og fjölskyldum þeirra.