Alþjóðlegur dagur barna í sorg er haldinn þriðja fimmtudag í nóvember ár hvert.
Sorgarmiðstöð og Örninn, minningar og styrktarsjóður bjóða upp á dagskrá í tilefni dagsins sem er í ár haldinn 20. nóvember.
Dagskrá dagsins:
Umræður í beinu streymi kl 12:00 frá Vídalínskirkju.
Ungmenninn sem deila sinni reynslu heita Egill Jónasson, Teresa Sól Elvarsdóttir, Sigurjón Nói Ríkharðsson, Þórunn Gunnarsdóttir og Kjartann Sveinn Guðmundsson.
Minningarstund í Vídalínskirkju kl. 17:30.
Stundin er opin öllum ungum syrgjendum og fjölskyldum þeirra.
Söngur frá Sigríði Thorlacius.
Heiðrún Jensdóttir stofnkona Arnarins segir frá því hvernig félagið varð til og hvaða bjargráð hún lærði í sinni sorgarúrvinnslu.
Húsið opnar 16:30 á föndurstund fyrir fjölskyldur. Föndruð verða blá fiðrildi til minningar um ástvininn en fiðrildin verða síðan hengd upp í minningarstundinni.
Matur í boði eftir stundina kl. 18:15 í safnaðarheimili.