18/09/2025
Lífsgæðasetur, 2.hæð

Einmanaleiki eftir ástvinamissi

Að missa ástvin er mikið áfall og ein helsta ástæða fyrir félagslegri einangrun og einmanaleika, þá sérstaklega meðal eldra fólks. Eftirlifandi lýsa gjarnan upplifun sinni þannig að lífið fari á hvolf. Ekkert sé eins og áður.

Þann 18. september ætlar Guðrún Ágústsdóttir að vera með fræðsluerindi um einmanaleikann eftir ástvinamissi og þá sérstaklega eftir makamissi.

Erindið er haldið í tilefni af Gulum september sem er vitundarátak gegn sjálfsvígum. Í Gulum september er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.

Sorgarúrvinnsla er mikilvægur þáttur í velferð og geðheilbrigði. Þrátt fyrir að sorgin geti verið mjög sársaukafull þá er hún mikilvægt skref í áttina að því bataferli sem er nauðsynlegt eftir missi.

Erindið hefst kl. 19:30 og verður í sal í Lífsgæðasetrinu, Hafnarfirði.


Guðrún var formaður Öldungaráðs Reykjavíkur 2015­–2018 og svo ráðgjafi hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landssambandi eldri borgara. Í því starfi einbeitti hún sér meðal annars að einmanaleika aldraðra, en þar er makamissir áhættuþáttur. Guðrún missti maka sinn í janúar 2021 og hefur sagt frá þeirri reynslu í viðtölum. Þá samdi hún bæklinginn Við andlát maka sem Landssamband eldri borgara gaf út 2021. Guðrún leiðir stuðningshópastarf hjá Sorgarmiðstöð fyrir þau sem missa maka á efri árum.

Erindið er gjaldfrjálst en mikilvægt er að skrá sig svo við getum haldið utan um fjölda.
Skráningarhlekkur er aðgengilegur hér.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira