25/09/2025
Lífsgæðasetur

Erindi fyrir þau sem hafa nýlega misst

Vegna þess að fullt er á erindið 25. september kl. 18 bjóðum við upp á það aftur kl. 20.

Á mánaða fresti býður Sorgarmiðstöð upp á erindi fyrir þau sem hafa nýlega misst ástvin. Erindið heitir Þegar ástvinur deyr – nýlegur missir og er þar leitast við að veita fólki grunnfræðslu um sorg og sorgarviðbrögð, auka skilning þeirra á sorgarferlinu og  þannig styðja þau í að finna jafnvægi í daglegu lífi eftir ástvinamissi. Eftir fræðsluna er stutt kynning á þjónustu Sorgarmiðstöðvar.

Nauðsynlegt er að skrá sig og aðstandanda á erindið til að tryggja pláss og er hámarksfjöldi í hvert skipti.

Hægt er að skrá sig hér

Syrgjendum stendur til boða að taka aðstandanda með sér á erindið og getur verið mjög gott fyrir nánasta aðstandanda að koma með á erindi og fræðast um sorgina og sorgarferlið og geta þá stutt betur við bakið á sínum ástvin.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira