30/01/2024
Akureyri - Safnaðarheimili Glerárkirkju

Erindi fyrir þau sem hafa nýlega misst ástvin – norðurland

Sorgarmiðstöð býður reglulega upp á lokað erindi ,,Þegar ástvinur deyr“ um sorg og sorgarviðbrögð fyrir þau sem hafa misst ástvin.

Sorg og sárar tilfinningar eru eðlileg viðbrögð við missi. Sorgin er  hluti af mannlegri reynslu og henni þarf að finna farveg. Mikilvægt er að vita að sorg er einstaklingsbundin og breytileg.  Með grunnfræðslu um sorg  og sorgarviðbrögð og ábendingum um ráð, sem gagnast hafa syrgjendum er leitast við að auka skilning á sorgarferlinu og  þannig styðja fólk við að finna jafnvægi í daglegu lífi  eftir ástvinamissi.

Syrgjendum stendur til boða að taka náinn aðstandanda með sér á erindið ef þeir kjósa.

Nauðsynlegt er að skrá sig og aðstandandan á erindið. Skráning hér

Einnig verður kynning á fyrirhuguðu hópastarfi.

ATH: Þetta erindi er einungis ætlað fullorðnum.

Erindið er gjaldfrjálst en þau sem vilja styrkja okkur geta gert það hér

Erindið hefst kl. 18:00

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira