Ína Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar og Ása Dröfn Fox Björnsdóttir, kennari verða með kynningu fyrir foreldra á námskeiði sem er fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Þær hafa báðar mikla reynslu af vinnu með börnum og hafa einnig báðar misst maka.
Ína og Ása sjá einnig um erindið „Börn í sorg og skólasamfélagið“ en það er fræðsluerindi um sorg og sorgarviðbrögð barna. Markmiðið er að styrkja skólasamfélagið í vinnu sinni með börnum í sorg.
Skráning á kynninguna er nauðsynleg og fer hún fram hér.
Allir sem eru skráðir fá sendan tölvupóst með slóð til að fara inná þegar nær dregur.
Kynning hefst kl. 20:00