10/04/2024
Rafræn kynning

Rafræn foreldrakynning – námskeiði börn og ungmenni

Ína Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar og Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar verða með kynningu fyrir foreldra og forráðamenn á námskeiði sem er fyrir börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Þær hafa báðar mikla reynslu af vinnu með börnum og hafa einnig báðar misst ástvin.

Skráning á kynninguna er nauðsynleg og fer hún fram hér

Allir sem eru skráðir fá sendan tölvupóst með slóð til að fara inn á þegar nær dregur.

Kynning hefst kl. 20:00

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira