Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði.
Miðvikudaginn 10. nóvember ætlum við að ganga í Öskjuhlíðinni. Við ætlum að leggja af stað kl. 17:00 frá bílastæðinu við Perluna. Við munum ganga saman hring um Öskjuhlíðina og er áætluð lengd göngu um 3 km. Mikilvægt er að koma klædd eftir veðri og í góðum skóm.
Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í gönguna og er lágmarksþátttaka.
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Soffía Bæringsdóttir frá Sorgarmiðstöð leiða gönguna.
Allir velkomnir