09/05/2023
Ástjörn

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði og er Birna Ben umsjónarmaður hópsins. Göngudagar verða fyrsta eða annan þriðjudag í hverjum mánuði, alltaf auglýst með fyrirvara og mæting kl. 17:15, lagt af stað 17:30.
Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í gönguna það er lágmarksþátttaka.

Þann 9. maí munum við ganga í kringum Ástjörn. Lengd göngu er um 3 km og gengið á stígum. Mæting 17:15 lagt verður af stað kl. 17:30 frá fyrsta bílastæðinu fjær aðalinngang Haukahússins (svo við séum ekki að teppa bílastæðin við húsið).
Munið að klæða sig eftir veðri.

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér í göngurnar okkar og er lágmarksþátttaka.

Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is

Þegar við upplifum áfall eins og ástvina missir er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu. Það er sumt sem getur hjálpað okkur til að líða betur eins og hreyfing og útivist. Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og losar um spennu. Göngur eru því hjálplegar þegar við tökum skrefin framávið í sorgarferlinu.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira