Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

01/06/2021
Búrfellsgjá

Gönguhópurinn SKREF fyrir SKREF

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur fyrsta þriðjudag í mánuði.

Næsta ganga verður þriðjudaginn 1. júní. Þá munum við ganga í Búrfellsgjá sem er skemmtileg og þægileg gönguleið sem sýnir okkur hversu fallegan svip jarðhræringar setja á náttúru okkar.

Ekið er upp í Heiðmörk frá Garðabæ / Vífilstöðum og ekinn Heiðmerkurvegur (408) malbikið á enda og um 2 km í viðbót en þar er bílastæðið nokkuð áberandi á hægri hönd. Lagt verður af stað frá bílastæðinu kl.17.15 stundvíslega.

Gangan er við allra hæfi, hækkun er óveruleg en vegalengdin er um 6 kílómetrar. Lagður hefur verið góður malargöngustígur. Gera má ráð fyrir 1.5 klst á göngu

Mælum með vatnsbrúsa og sólskinsbrosi.
Guðrún Jóna og Soffía sjá um að leiða gönguna.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira