Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

14/10/2021
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Haustkransanámskeið

Sorgarmiðstöð ætlar að bjóða upp á haustkransanámskeið fimmtudaginn 14. október frá kl 19.30. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ætlar að koma til okkar og kenna okkur helstu handbrögð við að útbúa fallega haustkransa.
 Við munum panta grunnefni (kransa, vír og pinna) en fólk þarf sjálft að koma með lauf og annað skreytiefni (ber, eriku, lyng eða hvað sem okkur dettur í hug). Reynsluboltar segja að gott sé að týna t.d. lauf samdægurs eða kvöldið áður.
Eitt af bjargráðunum í sorg er að hvíla sig frá sorginni, dreifa huganum og gera eitthvað allt annað. 
Við ætlum því að hafa það notalegt saman, útbúa kransa og fá okkur kaffi og með því. 
Vonandi hafið þið áhuga á að koma og vera með okkur. 

 Það er nauðsynlegt að skrá sig hér fyrir 13.október til að staðfesta þátttöku og tryggja pláss. 
 

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira