Þegar einhver sem þér þykir vænt um syrgir eftir ástvinamissi getur verið erfitt að vita hvað á að segja eða gera. Þau sem syrgja takast á við krefjandi tilfinningar og það getur verið erfitt að vera í návist við fólk í djúpri sorg. Þau sem standa í kringum syrgjandi ástvin finna til vanmáttar og finnst þau ekkert geta gert til að bæta líðan. Sumir forðast samskipti við syrgjendur sem aftur getur valdið sárindum og einmanaleika. Staðreyndin er sú að styðjandi nærvera hjálpar mikið. Getum við lært hvernig við veitum syrgjendum stuðning?
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur, MPM verkefnastjóri og fagstjóri Sorgarmiðstöðvar sem einnig hefur reynslu af barnsmissi fer yfir gagnleg ráð sem nýst gætu fólki sem vill styðja fjölskyldumeðlim, vin, samstarfsfélaga og aðra í sorg.
Skráning á erindið er nauðsynleg og fer hún fram hér
Hlekkur á erindið er hér.
Við vonum innilega að þetta erindi nýtist ykkur til að hlúa betur að ykkar ástvinum í sorgarferlinu.