Því miður getum við ekki tekið á móti fleirum í salinn vegna Covid en bendum á að hægt er að fylgjast með stundinni í beinu streymi á Facebooksíðu Sorgarmiðstöðvar kl 20:00.
Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þau sem hafa misst ástvin. Halldór Reynisson f.v. prestur mun heimsækja okkur og flytja erindi um sorgina, ástvinamissi og jólahátíðina sem framundan er. Hann mun ræða ýmis bjargráð sem geta nýst syrgjendum á þessum tíma. Einnig mun hann ræða hvernig aðstandendur geta veitt syrgjendum umhyggju og stuðning yfir jólahátíðina.
Við hvetjum aðstandendur þeirra sem hafa misst ástvin sérstaklega til að mæta á erindið og fá gagnlegar upplýsingar og ráð um hvernig þau geta veitt syrgjendum umhyggju og stuðning yfir hátíðarnar.
Nauðsynlegt er að skrá sig á erindið.
Skráning hér
Allir velkomnir
Erindið hefst kl. 20:00