Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

15/10/2022
Nauthóll

Minningarstund Gleym mér ei

Dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi eftir fæðingu.

Gleym mér ei styrktarfélag fyrir þau sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu heldur minningarstund í veislusal Nauthóls, Nauthólsvegur 106 laugardaginn 15. október frá kl. 14:00-16:00

Dagskrá

Guðrún Þóra frá Sorgarmiðstöð segir frá starfsemi Sorgarmiðstöðvar

Hafdís Huld söngkona ásamt Alisdair Wright gítarleikara verða með tónlistaratriði

Reynslusaga af barnsmissi á meðgöngu

Kaffi og spjall

Siðmennt sér um athöfnina

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira