15/03/2025

Námskeið fyrir börn og ungmenni

Helgina 15. -16. mars.
Sorgarmiðstöð býður upp á námskeið/stuðningshópastarf fyrir börn og unglinga 6 – 15 ára sem hafa misst náinn ástvin. Skráning nauðsynleg. Haft verður samband við þátttakendur.

Umsjónarmenn námskeiðsins verða Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri Sorgarmiðstöðvar og Guðrún Eggerts Þórudóttir hópstjóri hjá Sorgarmiðstöð.

Á námskeiðinu fá allir tækifæri til að upplifa og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi. Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu þar sem við skoðum ýmis bjargráð í sorginni og verður unnið sérstaklega með eftirfarandi þætti: Sjálfstraust, hugrekki, samskipti, líðan, jákvæða reynslu, samkennd, tjáningu, samvinnu o.fl.

Hópnum er aldursskipt og er lögð áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.

Að missa náinn ástvin er án efa eitthvert mesta áfall sem barn eða ungmenni getur orðið fyrir. Oft fylgir slík reynsla þeim ævina á enda. Það er því nauðsynlegt að vinna vel úr missinum svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og að hitta aðra krakka eða unglinga með sömu reynslu er oft mikil hjálp og getur skipt sköpum í sorgarúrvinnslunni.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira