Birta er félagsskapur foreldra og forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust.
Hefur þú misst barn?
Birta – landssamtök foreldra/forráðamann sem misst hafa börn/ungmenni skyndilega, verða með fræðsluerindi í streymi þriðjudaginn 10. nóvember n.k. kl. 20:00.
Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson fjallar af eigin reynslu um skyndilegan barnsmissi og þann styrk sem hægt er að finna eftir slíkt áfall.
Hrannar ætlar að leiða okkur inn í komandi jólahátíð og velta upp áskorunum sem foreldrar geta staðið frammi fyrir.
Nánari upplýsingar verða birtar hér á facebook-síðu og vefsíðu samtakanna www.birtalandssamtok.is
Við minnum á neyðarsíma samtakanna: 832 3400
Með kærri kveðju, Birta landssamtök