ÞVÍ MIÐUR ÞURFUM VIÐ AÐ FRESTA ÞESSUM VIÐBURÐI VEGNA AÐSTÆÐNA
Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.
Sorgarmiðstöð býður upp á opið hús og djúpslökun á 6 vikna fresti. Þar gefst syrgjendum tækifæri til að mæta í Yoga Nidra djúsplökun og eiga svo gott samtal á eftir við aðra sem deila reynslu af ástvinamissi. Ákveðið umræðuefni er tekið fyrir hverju sinni. Frjálst er að mæta bæði í djúpslökun og spjall eða annað hvort.
Þeir sem ætla að mæta í Yoga Nidra djúpslökun verða að skrá sig hér
Nánari lýsing:
Yoga Nidra hefst kl. 19:30 í sal Sorgarmiðstöðvar Lunganu og munu Sigrún og Ólafur Yoga Nidra kennarar leiða hópinn inn í notalega djúpslökun. Samtal um ástvinamissi hefst kl. 20:00 í minni sal Sorgarmiðstöðvar Hjartanu, á sömu hæð.
Verið innilega velkomin
Boðið er upp á kaffi og með því.
ATH: Það kostar ekkert á þennan viðburð.
Hefst kl 19:30