Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið 24. ágúst næstkomandi og er í boði að hlaupa til stuðnings Sorgarmiðstöðvar. Við söfnum fyrir stuðningshópastarfi okkar en það er stærsti þjónustuþáttur Sorgarmiðstöðvar þar sem bæði börn, unglingar og fullorðnir fá jafningjastuðning í formi hópastarfs eða námskeiðs en sú þjónusta hefur reynst syrgjendum einstaklega vel.
Við vonum innilega að þú sjáir þér fært um að hlaupa fyrir okkur eða styrkja hlauparana.
Hægt er að skrá sig í hlaupið hér