Eitur er hollenskt leikrit sem hefur farið sigurför um heiminn undanfarinn áratug og verið þýtt á yfir tuttugu tungumál.
Persónur verksins eru tvær, hann og hún og eru einskonar táknmyndir ólíkra leiða til að takast á við áföll. Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við kyngimögnuð hlutverk í margverðlaunuðu leikriti um sorgina í ástinni í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur.
Eftir sýningu verður samtal um verkið sem Sorgarmistöð tekur þátt í með leikurum og leikstjóra verksins.
Áhugasamir geta nálgast miða hér