Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

05/12/2019
Háteigskirkja kl. 20

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til þess að styðja fólk í þessum aðstæðum.

Jólasálmar

Kórsöngur

Hugvekja

Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, sjúkrahúsprestur sér um hugvekjuna.

Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna. Að semveru lokinni verða léttar veitingar inn í safnaðarheimili Háteigskirkju. Samveran verður túlkuð á táknmáli .

Að samverunni standa: Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Sorgarmiðstöðin.

Samveran hefst kl. 20:00

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira