10/12/2024
Elliðavatnsbær

Skref fyrir skref – Elliðavatn

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði. Þetta eru alltaf léttar göngur í nálægð við höfuðborgarsvæðið.

Þriðjudaginn 10. desember munum við ganga í kringum Elliðavatn. Við hittumst hjá Elliðavatnsbæ sem er í eigu Skógræktarfélagi Reykjavíkur og göngum þaðan frá léttan hring í kringum Elliðavatn og endum aftur hjá Elliðavatnsbæ.

Mæting er kl. 17:15. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 17:30. Endilega mætið með höfuðljós þau ykkar sem eigið slíkt.

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér og er lágmarksþátttaka.

Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is

Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og losar um spennu. Göngur eru því hjálplegar þegar við tökum skrefin framávið í sorgarferlinu.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira