16/01/2025
Kaffi Flóra Laugardalur

Skref fyrir skref – Laugardalur

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði. Þetta eru alltaf léttar göngur í nálægð við höfuðborgarsvæðið.

Fimmtudaginn 16. janúar munum við ganga um Laugardalinn. Hittumst hjá Kaffi Flóru kl. 17:15 og leggjum af stað kl. 17:30 og göngum um Laugardalinn.

Mæting er kl. 17:15. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 17:30.

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér og er lágmarksþátttaka nauðsynleg.

Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is

Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og losar um spennu. Göngur eru því hjálplegar þegar við tökum skrefin framávið í sorgarferlinu.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira