09/10/2024
Rauðavatnsskógur

Skref fyrir skref – Rauðavatnsskógur

Gönguhópur Sorgarmiðstöðvar SKREF fyrir SKREF býður upp á skipulagðar göngur einu sinni í mánuði. Farið verður í léttar göngur í nálægð við Reykjavík.

Miðvikudaginn þann 9. október munum við ganga um Rauðavatnsskóg.
Við hittumst á planinu hjá BROS auglýsingavörum í Norðlingaholti, göngum yfir Breiðholtsbraut, niður að Rauðavatni og höldum svo inn í skóginn og göngum hring. Lengd göngunnar er um 3 km og er gengið á stígum. Munið að klæða ykkur eftir veðri og endilega takið göngustafi með ef þið eigið.

Mæting er kl. 17:15. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 17:30

Það er nauðsynlegt að skrá sig hér og er lágmarksþátttaka.

Ef þið hafið einhverjar fyrispurnir eða þurfið að tilkynna forföll má hafa samband á skref@sorgarmidstod.is

Að nýta náttúruna og útiveru gefur okkur orku og losar um spennu. Göngur eru því hjálplegar þegar við tökum skrefin framávið í sorgarferlinu.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira