03/09/2024
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Sorg eftir missi í sjálfsvígi

Sorgarmiðstöð býður upp á fræðsluerindi um sorg eftir missi í sjálfsvígi.

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri hjá Lífsbrú Miðstöð sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis fjallar um um sorg og sorgarúrvinnslu eftir sjálfsvíg. Fjallað verður um hvað einkennir sorg eftir sjálfsvíg og hvað felur í sér að „ná sér“ eftir slíkan missi. Sagt verður frá bjargráðum, úrræðum og mögulegum stuðningi í kjölfar sjálfsvígs.
Helma Þorsteinsdóttir myndlistarkona segir frá reynslu sinni af því að missa í sjálfsvígi, ræðir um flóknar hliðar sorgarinnar og verkefnin sem hún þurfti að takast á við til að stíga skrefin áfram í sorginni.

Skráning hér

Erindið er liður í samvinnuverkefninu Gulur september. Að verkefninu standa ásamt Sorgarmiðstöð fulltrúar frá Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Erindið hefst kl 20:00

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira