26/11/2023
Lífsgæðasetur og Hellisgerði

Sorgartréð tendrað í Hellisgerði

Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði sunnudaginn 26. nóvember. Hist verður í Sorgarmiðstöð -Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17, þar sem stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar fer með nokkur orð um jólin og sorgina. Síðan verður gengið saman í Hellisgerði þar sem Kvennakór Kópavogs tekur nokkur lög áður en kveikt verður á Sorgartrénu.

Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll þau sem hafa misst ástvin geti sest undir tréð og minnst þeirra sem fallin eru frá, á þessum ljúfsára tíma sem jólin eru fyrir syrgjendur. Sorgartrénu er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu syrgjenda sem eiga um sárt að binda á þessum tíma árs.

Allir velkomnir!

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira