Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

01/12/2024
Lífsgæðasetrið og Hellisgerði

Tendrað á sorgartrénu og jólaganga

Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember.
Viðburðurinn hefst í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17:30, þar sem við förum með nokkur orð um jólin og sorgina.
Síðan verður gengið saman í hlýju ljósi í átt að Hellisgerði þar sem kveikt verður á Sorgatrénu við fallega athöfn en dagskráin í Hellisgerði byrjar kl. 18.

Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll þau sem hafa misst ástvin geti sest undir tréð og minnst þeirra sem fallin eru frá, á þessum ljúfsára tíma sem jólin eru fyrir syrgjendur. Sorgartrénu er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu syrgjenda sem eiga um sárt að binda á þessum tíma árs. Öll eru því velkomin, hvort sem þau vilji sýna stuðning eða vilji minnast.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira