Sigrún Jónsdóttir Yoga Nidra kennari og Sorgarmiðstöð ætla að bjóða syrgjendum upp á djúpslökun í amstri jólanna þeim að kostnaðarlausu. Tvær dagsetningar eru í boði, 17. og 19. desember. Skráning hér:
Rannsóknir hafa bent til þess að ein klukkustund í Yoga Nidra geti jafngilt 4 tímum í svefni. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir yoga nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld á meðan hugurinn hvílir í djúpri kyrrð.
Þetta er einstakt tækifæri til að næra sál og líkama í amstri jólanna.