Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

20/01/2023
Sorgarmiðstöð - Lífsgæðasetur st. Jó

Yoga Nidra djúpslökun

Það er mikilvægt að ná hvíld og ró í amstri dagsins og þegar við upplifum sorg fylgir henni gjarnan mikið álag og streita. Rannsóknir hafa bent til þess að ein klukkustund í Yoga Nidra geti jafngilt 4 tímum í svefni. Nidra þýðir svefn og yoga þýðir eining, þannig þýðir Yoga Nidra vakandi svefn þar sem meðvitundin er vakandi en líkaminn fær djúpa hvíld á meðan hugurinn hvílir í djúpri kyrrð.

Nánari lýsing:
Yogastundin er í salnum upp á 4. hæð. Sigrún Yoga Nidra kennari tekur á móti hópnum og leiða hann inn í notalega djúpslökun. Gengið er inn í salinn hljóðlega og eiga allir að koma sér vel fyrir á dýnu. Allir þurfa að koma með hlýtt teppi, undirlag á dýnuna og kodda undir höfuð og jafnvel fætur. Augnhvílu er líka gott að koma með eða eitthvað annað sem hægt er að leggja yfir augun (dýpkar slökunina). Einnig er gott að mæta í hlýjum og þægilegum fatnaði.

Það verða allir að skrá sig þar sem það er takmarkaður fjöldi.

Skráning hér.

Það kostar ekkert á þennan viðburð og tökum við vel á móti ykkur. Þau sem vilja styrkja okkur geta gert það hér

Tíminn hefst kl. 18:00

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira