Anna Guðný nýr verkefnastjóri Hjálp48
Anna Guðný Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir verkefninu Hjálp48 en hún hóf störf í júní 2024. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og innleiðingu á stuðningi við aðstandendur eftir skyndilegan missi ástvinar. Ef fólk deyr heima eða utan spítala þá er ekkert “kerfi” sem grípur aðstandendur, sem er ólíkt því sem gerist ef […]
Sorgarmiðstöð á Akureyri
Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, og Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp 48, fóru á dögunum í ferð til Akureyrar til að vinna að og undirbúa Hjálp 48 verkefnið. Hjálp 48 verkefnið gengur út á að grípa einstaklinga innan 48 tíma sem missa ástvin skyndilega og veita þeim stuðning og viðeigandi hjálp strax í upphafi. Þær […]
Könnun um sorgarstuðning á Norðurslóðum
Sorgarmiðstöðin er aðili að norrænu samstarfi sem hefur meðal annars að markmiði að rannsaka hvað reynist vel varðandi stuðning eftir ástvinamissi. Óskað er eftir þátttöku í könnun sem fjallar um sorgarstuðning fyrir einstaklinga sem misst hafa í sjálfsvígi á Norðurslóðum. Könnunin er partur af verkefni sem kallast „Bereavement Support in the Arctic‘‘ þar sem aðaláherslan […]
Sjöundi þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar er kominn í loftið
Sjöundi þáttur hlaðvarpsins Sorg og missir er kominn í loftið og hægt er að nálgast hann hér á heimasíðu okkar og á streymisveitunni Spotify. Þátturinn ber titilinn “Gleymmérei, sorg við barnsmissi og flókin sorg“. Í þessum þætti er rætt við Sigrúnu Kristínu sem að missti ófætt barn sitt á 38. viku meðgöngu, en hún hefur […]
Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru á dagskrá ýmis fræðsluerindi, viðburðir, og uppákomur, ásamt því að veita viðurkenningu til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum til sjálfsvígsforvarna.Samfélagið var virkjað til þátttöku í Gulum September og […]