Stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar skrifar grein sem birt var á Vísi. Þar ræðir hún von okkar um að geta tekið betur utan um syrgjendur á landsbyggðinni en einnig um að starfsemin okkar sé takmörkunum háð þar sem Sorgrmiðstöð er einungis rekin á styrkjum. Það er almennur misskilningur út í samfélaginu að miðstöðin sé á fjárlögum eða hafi þjónustusamning við ríkið.
Ingunn Eir Andrésdóttir missti pabba sinn skyndilega fyrir tveimur árum. Í þessari fallegu grein setur hún í orð þá sáru upplifun að missa ástvin.
“Það var eins og veröldinni væri kippt undan okkur og við í lausu lofti hrapandi í dýpsta og myrkasta hyldýpi. Ég fékk verkefni sem enginn vill eða getur hugsað sér, verkefni sem heltekur allt annað og ég neyddist til að vinna með. Í frjálsu falli þarf að endurbyggja lífið og koma undirstöðum aftur fyrir. Einn dagur í einu, ein mínúta í senn.”
Takk fyrir hlý orð í okkar garð
,,Ekki spyrja aðstandendur hvort að sá sem hefur nýlega misst einhvern nákominn, maka eða barn, sé að „hressast“. Sorg er ekki flensa. Hún er helvíti sem enginn hressist af heldur lærir að lifa með“
„Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að við hvert sjálfsvíg sitji 135 einstaklingar eftir verulega slegnir,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri á lýðheilsusviði hjá embætti landlæknis, í samtali við mbl.is og bendir á að ef talan 40 er margfölduð með 135 komi í ljós að þeir sem verði fyrir áhrifum af sjálfsvígum að meðaltali á ári hverju séu á sjötta þúsund talsins.
Þann 15. júní sl. var frumvarp um sorgarleyfi samþykkt einróma og er orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum. Einnig fá foreldrar greiðslur til að koma til móts við tekjutap. Karólína Helga Símonardóttir formaður Sorgarmiðstöðvar var fengin í stutt viðtal þar sem hún talar um að Sorgarmiðstöð fagni þessu mikilvæga skrefi en telji jafnframt þetta einungis fyrsta fasann. Það þurfi að styðja enn frekar við syrgjendur og huga þá sérstaklega að ungum ekkjum og ekklum sem missa maka frá ungum börnum.
Kristján Hafþórsson ræddi við Arnar Svein Geirsson í hlaðvarpinu sínu Jákastið en Arnar Sveinn en missti móður sína úr krabbameini þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Það tók hann mörg ár að byrja að vinna úr áfallinu.
Guðrún Jóna segir tímann ekki lækna öll sár en hann mildi sársaukann. Orri Ómarsson, sonur Guðrúnar féll fyrir eigin hendi aðeins 16 ára að aldri. Vanda þurfi umfjöllum um sjálfsvíg en það sé flókið fyrir alla að fást við missi eftir sjálfsvíg.
„Það er erfitt að lýsa þessu en það hefur verið mikill doði yfir allri fjölskyldunni í þessi ár en það er nú samt þannig að maður verður að halda áfram og við höfum verið að vinna okkur í gegnum sorgina,“ segir Hilmir Snær og bætir við að foreldrar hans hafi tekið missinum af miklu æðruleysi.
„Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir starfsmaður Sorgarmiðstöðvarinnar.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Tel: 551 4141
ID Number: 521118-0400
Bank info: 0513-26-009753
Supported by the Directorate of Health