Persónuvernd

Sorgarmiðstöð er umhugað um þína persónuvernd.

Sorgarmiðstöð er umhugað um persónuvernd og almenn persónuverndarsjónarmið. Persónuupplýsingar eru sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings. Með persónuupplýsingum er átt við auðkenni eins og nafn, kennitölu og netfang.

Sorgarmiðstöð hefur það að markmiði að safna ekki persónuupplýsingum af neinu tagi. Hins vegar, í ákveðnum tilvikum, eru persónuupplýsingar varðveittar í þeim tilgangi að miðla upplýsingum til félagsmanna, s.s. upplýsingum um fyrirlestra og fræðslu. Félagsmenn verða hins vegar að veita samþykki fyrir því að vera á slíkum lista. Óski félagsmaður eftir því að vera fjarlægður af slíkum lista þá getur viðkomandi sent tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is og óskað eftir því að vera tekinn af listanum.  

Við lok stuðningshópastarfs Sorgarmiðstöðvar eru þátttakendur beðnir um að leggja mat á hópastarfið með nafnlausri könnun. Unnið er úr könnuninni með þeim hætti að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt í samræmi við 8. gr. laga nr. 90/2018.

Upplýsingar sem Sorgarmiðstöð aflar eru aldrei nýttar til að gera persónusnið einstaklings og er ekki dreift til þriðja aðila.

Kökur (e. cookies)

 Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). Kökur eru litlar textaskrár sem notaðar eru til að greina heimsóknir á vefsíðu miðstöðvarinnar og eru einungis nýttar til að halda um tölfræðilegar upplýsingar og bæta þjónustuna okkar.

Farið er með öll samskipti sem eiga sér stað á milli Sorgarmiðstöðvar og þeirra sem leita til Sorgarmiðstöðvar sem trúnaðarmál.

**Lagalegur fyrirvari

Sorgarmiðstöð leitast við að hafa upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu félagsins áreiðanlegar og réttar. Ekki er þó hægt að ábyrgjast slíkt í öllum tilvikum og á það sama við um áreiðanleika efnis á þeim vefjum sem vísað er í með tenglum. Upplýsingum á vefnum kann að vera breytt eða eytt hvenær sem er og án sérstaks fyrirvara.

Sorgarmiðstöð ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar á vef félagsins eða efni því sem þar er birt.

Ábendingu um upplýsingar sem kunna að vera rangar má senda í tölvupósti á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

COMING SOON

wkrótce

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira