Djúpslökun

Djúpslökun – Yoga Nidra þýðir hinn Yogíski svefn.
Í Yoga Nidra liggur þú á dýnu, undir teppi og lætur fara vel um þig á meðan þú ert leidd/ur inn í djúpt slökunarástand með aldargamalli aðferð Nidra og öðlast færni í að sleppa takinu af hugsunum og dvelja í kyrrð. Þessi djúpa slökun hjálpar þér að losa um spennu, streitu, kvíða og óróleika sem getur dregið úr þér í daglegu lífi. Í Yoga Nidra þarft þú ekkert að gera bara að vera.

Þetta er gott tækifæri til að næra sál og líkama í amstri dagsins. Nauðsynlegt er að bóka pláss fyrirfram og er hámarksfjöldi í salinn.

Undir dagskrá hér á heimasíðunni geturðu séð hvenær verður boðið næst upp á djúpslökun-Yoga Nidra

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira