Hér munum við birta fræðsluerindi sem vonandi gagnast syrgjendum og aðstandendum þeirra.
Að missa ástvin skyndilega
Það er sársaukafullt að missa ástvin skyndilega. Okkur er ýtt út í úrvinnslu tilfinninga sem virðast oft á tíðum stjórnlausar, sérstaklega í byrjun. Við þurfum mikinn stuðning og utanumhald frá okkar nánustu og jafnvel fagaðila líka. Við þurfum að hlúa vel að okkur og reyna nýta þau bjargráð sem geta gagnast okkur í sorgarferlinu.
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur flytur erindið „Að missa ástvin skyndilega”. Hún hefur reynslu af skyndilegum ástvinamissi og sinnir stuðningshópastarfi í Sorgarmiðstöð. Í erindinu er farið yfir helstu atriði sem nýtast í sorgarúrvinnslunni og hvernig við getum styrkt okkur eða okkar nánustu sem best í því ferli.
Þegar gleðin breytist í sorg; fósturmissir
Hún Soffía Bæringsdóttir tók aftur upp erindið sitt þar sem fjallað er um sorgina sem fylgir missi á meðgöngu undir 12 vikum. Sorgin sem er svo vanmetin og ósýnileg.
Soffía er fjölskyldufræðingur MA og starfar sem slíkur við para- og fjölskyldumeðferð. Hún er einnig doula og hefur áralanga reynslu af því að styðja við nýja foreldra. Soffía hefur reynslu af sárum missi og sinnir stuðningshópastarfi í Sorgarmiðstöð.