Félagasamtök

Stuðningur frá félagasamtökum getur reynst gagnlegur í sorginni og veita mörg hver syrgjanda mikilvægan jafningjastuðning.

Fyrir foreldra sem missa barn skyndilega

Birta landssamtök er vettvangur foreldra/forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa skyndilega.

Gleym mér ei styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu.

Fyrir þau sem misst hafa í sjálfsvígi 

Pieta samtökin bjóða aðstandendum þeirra sem sem misst hafa í sjálfsvígi stuðning.

Fyrir börn sem misst hafa ástvin

Ljónshjarta eru samtök til stuðnings fólki á aldrinum 20-50 ára sem misst hefur maka og börnum sem misst hafa foreldri.

Örninn heldur úti starfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 9-17 ára sem hafa misst náinn ástvin.

Fyrir ungt fólk að 25 ára sem misst hefur ástvin

Bergið Headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri.

Fyrir fólk, 20-50 ára, sem misst hefur maka

Ljónshjarta eru samtök til stuðnings fólki á aldrinum 20-50 ára sem misst hefur maka og börnum sem hafa misst foreldri.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira