Opið hús

Þegar við upplifum áfall eins og ástvinamissi er flestum hjálplegt að komast í kynni við og hitta aðra sem eru í sömu sporum, finna skilning og stuðning þeirra sem deila reynslu.
Sorgarmiðstöð býður upp á opið hús reglulega. Þar gefst syrgjendum tækifæri til að hitta aðra sem deila reynslu af ástvinamissi. Ákveðið umræðuefni er tekið fyrir hverju sinni og er fagaðili sem tekur á móti hópnum og stýrir umræðum.

Opið hús er gjarnan á eftir djúpslökun (Yoga Nidra) og er frjálst að mæta bæði í djúpslökun og opið hús eða annað hvort.
Þeir sem ætla að mæta í Yoga Nidra djúpslökun verða að skrá sig fyrirfram þar sem það er takmarkaður fjöldi. Hægt er að sjá hvenær er næst boðið upp á opið hús og djúpslökun hér á heimasíðunni undir dagskrá.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira