Í samstarfi við mbl.is hefur Sorgarmiðstöð gefið út hlaðvarpið Sorg og Missi. Hægt er að hlusta á þættina hér eða á Spotify. Nýjasti þáttur hlaðvarpsins birtist efst.
Annar þátturinn kallast „Að elska eftir makamissi“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Evu Dís Þórðardóttur og Gísla Álfgeirsson um makamissi, ást eftir missi, skömm, flóknar tilfinningar og von.
Fyrsti þátturinn kallast „Jólin og sorgin“ og hér ræðir Karólína Helga Símonardóttir stjórnarformaður og umsjónarmaður hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar við Ínu Lóu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar.