Ýmis réttindi​

Tryggingastofnun

Dánarbætur greiðast eftirlifandi maka yngri en 67 ára í 6 mánuði og 12 til 36 mánuði í viðbót ef börn innan 18 ára eru á framfæri og tekjur undir ákveðnum mörkum.

Barnalífeyrir greiðist ef hinn látni á börn yngri en 18 ára og til 20 ára ef um er að ræða ungmenni sem er í námi. Geiðist þá upphæðin beint til ungmennis. Barnalífeyrir/menntunarstyrkur er ekki tekjutengdur.

Heimilisuppbót er greidd eftirlifandi maka sem er einn um heimilisrekstur og nýtur örorku- eða endurhæfingarlífeyris og tekjutryggingar. Ef eftirlifandi maki er ellilífeyrisþegi getur hann átt rétt á heimilisuppbót.

Mæðra- og feðralaun greiðast til einstæðra foreldra sem hafa tvö eða fleiri börn á framfæri undir 18 ára aldri. Launin falla niður við breytingar á fjölskylduhögum.

Falli greiðslur örorkulífeyrisþega niður vegna vistar á sjúkrastofnun getur maki hans með tvö eða fleiri börn yngri en 18 ára fengið greidd mæðra- eða feðralaun. Mæðra/feðralaun eru skattskyld en ekki tekjutengd.

Þessi réttindi er hægt sækja um á heimasíðu Tryggingastofnunar

Stéttarfélög

Útfararstyrkur er greiddur hjá flestum stéttarfélögum. Flest stéttarfélög starfrækja sjúkrasjóði sem greiða m.a. bætur eða styrki til maka eða barna 18 ára og yngri við fráfall félagsmanna. Reglur og upphæðir geta verið mismunandi eftir félögum. Best er að leita til viðkomandi félags til að fá réttar upplýsingar.

Laun látins maka

Eftirlifandi maki á oft rétt á launum hins látna allt að þremur mánuðum frá andláti. Vinnuveitendur eiga að geta gefið upplýsingar um það en einnig er hægt að leita til viðkomandi stéttarfélags og kynna sér samning um þetta.

Skattstjórinn

Eftirlifandi maki getur nýtt skattkort hins látna í níu mánuði eftir andlát hans. 

Hægt að sækja um lækkun á tekju- og eignaskatti vegna andláts ef sýnt er fram á röskun á fjárhagi vegna andlátsins.

Veitt er ívilnun vegna útfararkostnaðar. Ívilnun er lækkun tekjuskatts um fasta upphæð. Hún er veitt einu sinni og ekki þarf að geta um tengsl við hinn látna. Sótt er um ívilnunina á skattframtali.

Sýslumenn

Sérstakt framlag

Sérstakt framlag er veitt til framfærslu barna sem misst hafa foreldri. Framlags er hægt að óska vegna skírnar, fermingar, gleraugnakaupa, tannréttinga, sjúkdóms o.fl. Sjá nánar hér

ATH: lesið vel um tímamörk og skilyrði.

Borgar-og bæjarskrifstofur

Fasteignagjöld og útsvar, hugsanlega fæst afsláttur ef tekjur eru undir ákveðnu viðmiðunarmarki.

Félagsþjónusta sveitarfélaga

Hægt að sækja um fjárhagsaðstoð vegna útfararkostnaðar ef tekjur eru lágar og félagslegar aðstæður erfiðar. 

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira