Fræðsluerindi

Sorgarmiðstöð býður upp á margvísleg fræðsluerindi og er leitast við að bjóða upp á eitthvað fyrir alla syrgjendur. Sorgarmiðstöð hefur t.d. boðið upp á erindi fyrir þau sem hafa misst ástvin skyndlilega, fyrir þau sem hafa misst ástvin úr veikindum, erindi um óuppgerða og gamla sorg, erindi um að missa ástvin í sjálfsvígi, að missa ástvin úr fíkn og margt margt fleira. Öll erindi eru auglýst á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar undir dagskrá.

Sorgarmiðstöð býður upp á eitt erindi mjög reglulega eða á ca. 6 vikna fresti. Það er erindi fyrir þau sem hafa nýlega misst ástvin. Erindið heitir ,,Þegar ástvinur deyr,, og er þar leitast við að veita fólki grunnfræðslu um sorg og sorgarviðbrögð, auka skilning þeirra á sorgarferlinu og  þannig styðja þau í að finna jafnvægi í daglegu lífi eftir ástvinamissi. Eftir fræðsluna er stutt kynning á þjónustu Sorgarmiðstöðvar.

Nauðsynlegt er að skrá sig og aðstandanda á erindið til að tryggja pláss og er hámarksfjöldi í hvert skipti. Haft verður samband við alla sem skráðir eru þegar dagsetning liggur fyrir.

Skráning hér

Syrgjendum stendur til boða að taka aðstandanda með sér á erindið og getur verið mjög gott fyrir nánasta aðstandanda að koma með á erindi og fræðast um sorgina og sorgarferlið og geta þá stutt betur við bakið á sínum ástvin.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

COMING SOON

wkrótce

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira