Sorgarmiðstöð býður upp á margvísleg fræðsluerindi og er leitast við að bjóða upp á eitthvað fyrir alla syrgjendur. Sorgarmiðstöð hefur t.d. boðið upp á erindi fyrir þau sem hafa misst ástvin skyndlilega, fyrir þau sem hafa misst ástvin úr veikindum, erindi um óuppgerða og gamla sorg, erindi um að missa ástvin í sjálfsvígi, að missa ástvin úr fíkn og margt margt fleira. Öll erindi eru auglýst á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar undir dagskrá.