Stuðningur við samfélagið

Sorgarmiðstöð bíður upp á stuðning við samfélagið. Hægt er að óska eftir kynningu, ráðgjöf og fræðslu út í fyrirtæki, stofnanir, skólasamfélagið o.fl

Allar beiðnir þurfa að berast  á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is eða í síma 551-4141. 

Dæmi um þjónustu sem hægt er að óska eftir hjá Sorgarmiðstöð:
* Kynning á Sorgarmiðstöð – starfsemi og þjónusta
 * Fyrirlestur um áföll, sorg og sorgarviðbrögð í vinnuumhverfinu/skólasamfélaginu. 
* Stuðningur og ráðgjöf á vinnustað eða í skóla ef verður skyndilegt andlát nemenda, starfmanns eða nákomins aðstandanda starfsmanns. 
* Einnig hefur Sorgarmiðstöð tekið að sér námskeiðshald og önnur verkefni er varðar sorg og áföll. 

Skólasamfélagið

„Börn í sorg og skólasamfélagið“

Sorgarmiðstöð býður upp á fræðsluerindi um sorg og sorgarviðbrögð barna. Markmiðið er að styrkja skólasamfélagið í vinnu sinni með börnum í sorg.

Erindið byggir bæði á fræðilegum grunni, reynslu kennara og foreldra af sorg barna í skólaumhverfinu.

Sorgarmiðstöð telur skipta miklu máli að þekking fyrirlesara sé fjölþætt, þ.e. byggi á fræðilegri þekkingu um sorg og sorgarviðbrögð barna, eigin reynslu af því að eiga börn í sorg og reynslu af starfsemi grunnskóla og leikskóla. 

Þær sem flytja erindið eru kennarar að mennt með yfir 10 ára starfsreynslu í grunn og leikskóla og hafa átt börn í sorg. Þær misstu báðar maka árið 2012 og áttu á sama tíma börn í leikskóla og grunnskóla. Báðar hafa setið í stjórn sorgarsamtaka í meira en 6 ár. 

Með erindinu fylgir bókin  Börn og sorg eftir dr. Sigurð Pálsson. Hún kom fyrst út fyrir rúmum 20 árum og hefur verið ófáanleg um tíma, en var nýlega endurútgefin.  Efni hennar stendur vel fyrir sínu og er m.a. ætlað öllum skólastigum til leiðsagnar um um viðbrögð barna í sorg og mismunandi stuðningsþörfum eftir aldri barna. Sorgarmiðstöð studdi útgáfuna. 

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira