Aðildarfélög

Stofnuð 8.desember 1987
Stofnendur samtakanna var fólk sem hafði reynslu af sárum missi og fór af stað með þá frumkvöðlavinnu að stofna sorgarsamtök.  Kjarninn í starfinu var jafningjastuðningur fólks með reynslu af missi ásamt stuðningi fagaðila á sviði sorgarúrvinnslu.

Tilgangur
Styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra. Unnið hefur verið að markmiðinu með því að standa fyrir fræðslu- og samverustundum og stofna stuðningshópa. Einnig hefur félagið staðið fyrir almennri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi.

Hlutverk
Styðja syrgjendur og þá sem vinna að velferð þeirra eftir barnsmissi, foreldramissi, makamissi, missi í sjálfsvígi og missi vegna fíknar með því að standa fyrir:

  • Fræðsluerindum
  • Opnu húsi/Opnum stuðningshópum
  • Lokuðum stuðningshópum
  • Útgáfu fræðsluefnis. Bæklingunum Sorg og sorgarviðbrögð og Jólin og sorgin hefur verið dreiftá sjúkrahús, dvalarheimili, heilsugæslur og útfararstofur.
  • Útgáfu Fréttabréfs, á fyrstu árum samtakanna send í pósti til félagsmanna.
  • Útgáfa tímaritsins Ný dögun en umfjöllunarefnið var andlát, áfall og sorg í víðum skilningi. Öll tímaritin má finna á www.tímarit.is

Samtökin hafa beitt sér fyrir hagsmunum syrgjenda og má þar nefna baráttu þeirra fyrir breytingum á umfjöllun frétta- og blaðamanna um vettvang slysa og framkomu við aðstandendur í kjölfar andláts.

Sjá nánar: Ný dögun

             

Stofnuð  3. október 2013
Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af þeim Önnu Lísu Björnsdóttur, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur.

Sameginleg reynsla þeirra af missi á meðgöngu færði þær saman og með það að markmiði ákváðu þær að vinna að því að styðja betur við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eða eftir fæðingu.

Tilgangur
Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningunni.
Hefur félagið haft þann tilgang frá stofnun að halda utan um styrktarsjóð sem notaður verður til að styrkja ýmis verkefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Félagið er rekið áfram af hugsjón þeirra sem hafa gengið í gegnum að missa og að vera stuðningur við þá aðstandendur sem verða fyrir missi.

Hlutverk

  • Að vera til staðar við missi
  • Viðhalda minningum um lítil ljós
  • Fræðsla og áframhaldandi stuðningur
  • Sértæk verkefni
  • Fyrirbyggjandi verkefni

Sjá nánar:  Gleym mér ei

                             

Stofnuð 28. nóvember 2013
Upphafið að stofnun Ljónshjarta var þegar fjórar ungar ekkjur tóku sig saman og stofnuðu lokaðan hóp á Facebook fyrir ungt fólk (20-50 ára) sem misst höfðu maka.  Þær Ína Ólöf Sigurðardóttir og Karen Björk Guðjónsdóttir ákváðu svo að fara með hugmyndina lengra og stofna samtök ásamt öðrum til að vinna betur að málefnum ungs fólks sem misst höfðu maka og barna þeirra sem misst höfðu foreldri.

Tilgangur
Tilgangur samtakanna er að styðja við bakið á yngra fólki eftir makamissi og vera vettvangur þar sem fólk getur hjálpað hvert öðru í sorg. Að efna til fyrirlestra og samverustunda þar sem fullorðnir, unglingar og yngri börn hittast og eiga góðar og uppbyggilegar stundir saman. 

Hlutverk

  • Fræðsla
  • Opin hús/Ljónshjartaspjall
  • Samverustundir fyrir fullorðna
  • Samverustundir fyrir börn
  • Greiða sálfræðikostnað fyrir börn/ungmenni
  • Styðja við fullorðna með Ljónshjartasjóðnum og FAÐMI

Sjá nánar: Ljónshjarta          

Stofnuð í desember 1989
Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri og nágrenni voru stofnuð í desember 1989 af hópi fólks sem hafði kynnst sambærilegum félagsskap í Reykjavík og fann að það var mikil þörf fyrir svona sjálfshjálparhópa á landsbyggðinni.

Tilgangur
Tilgangur samtakanna er að veita þeim stuðning sem koma að leita sér hjálpar eftir ýmis sorgaráföll er upp koma í lífinu. Það hjálpar heilmikið að geta talað við einhvern í trúnaði um sorgir sínar og áhyggjur. 

Hlutverk

  • Fræðsla
  • Opin hús
  • Samverustundir fyrir fullorðna
  • Stuðningshópar

Sjá nánar: Samhygð

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira