Stjórn og starfsfólk

Birna Dröfn Jónasdóttir

Meðstjórnandi

Birna Dröfn Jónasdóttir er félagsfræðingur með Ms. í verkefnastjórnun. Hún starfar sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu.

Birna missti föður sinn þegar hún var 12 ára og móður sína þegar hún var 27 ára. Birna hefur barist fyrir réttindum barna sem misst hafa foreldri og tók meðal annars þátt í vinnu við breytingar á lögum um rétt barna sem aðstandendur.

Birna er í stjórn Nýrrar dögunar og gegnir þar formennsku.

Bjarney Harðardóttir

Varastjórn

Bjarney er rekstarhagfræðingur og með MBA frá HR.

Bjarney missti son sinn í sjálfsvígi árið 2015.

Bjarney var fyrstu formaður styrktarfélags Lífs og kom að stofnun félagsins árið 2009.

Gísli Álfgeirsson

Meðstjórnandi

Gísli Álfgeirsson er með sveinspróf í pípulögnum og diplómu í umhverfisverkfræði. 

Hann missti  eiginkonu sína úr brjóstakrabbameini árið 2019, eftir 7 ára erfiða baráttu.

Gísli er með mikla reynslu þegar kemur að störfum fyrir frjáls félagasamtök. Hann sat m.a. í stjórn Krafts frá árunum 2019-2022, situr í stjórn Krabbameinsfélagsins, er stuðningsfulltrúi hjá Krafti og hefur haldið úti ýmsum námskeiðum á þeirra vegum.

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Meðstjórnandi

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann á
Akureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju.

Guðfinna missti elstu dóttur sína, Báru, úr sjálfsvígi 1.ágúst 2014. Hún starfað í stjórn Samhygðar, samtökum um sorg
og sorgarviðbrögð á Norðurlandi eystra sem er nýorðið
aðildarfélag að Sorgarmiðstöð. Guðfinna situr í stjórn
Sorgarmiðstöðvar sem fulltrúi Samhygðar.

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir

Fagstjóri

Guðrún Jóna er hjúkrunarfræðingur B.Sc., MPM. og hefur langa reynslu af því að stýra verkefnum bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum. 

Guðrún Jóna missti son í sjálfsvígi árið 2010. Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar og gerð heimasíðunnar sjalfsvig.is. Hún hefur í mörg ár unnið í gegnum félagasamtök að forvörnum sjálfsvíga og stuðningi við aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi.

Guðrún Jóna var varamaður í stjórn Sorgarmiðstöðvar við stofnun hennar og formaður stjórnar 2020-2021.

Guðrún Þóra Arnardóttir

Starfsmaður

Guðrún Þóra er menntaður lögfræðingur og starfaði sem slíkur í nokkur ár. Hún er einnig útskrifaður markþjálfi og hefur boðið upp á hópmarkþjálfun.
Guðrún Þóra hefur verið meðlimur í Hringnum í hartnær áratug og situr nú í stjórn félagsins ásamt því að vera varaformaður þess.
Guðrún Þóra sinnir fjáröflunar og markaðsmálum Sorgarmiðstöðvar ásamt því að halda utan um samfélagsmiðla og netverslun Sorgarmiðstöðvar.

Halla Rós Eiríksdóttir

Ritari stjórnar

Halla Rós Eiríksdóttir hefur stundað nám við bókhalds og skrifstofustörf og lokið ýmsum hagnýtum námskeiðum. Einnig hefur hún gegnt margvíslegum nefndarstörfum í gegnum tíðina. 

Halla Rós missti eiginmann sinn árið 2015 eftir stutta en harða baráttu við krabbamein.

Halla Rós situr í stjórn Ljónshjarta. 

Hulda Guðmundsdóttir

Gjaldkeri stjórnar

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands.

Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg. 

Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.

Ína Ólöf Sigurðardóttir

Framkvæmdastjóri

Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð og einnig útskrifast sem markþjálfi. 

Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu gengin 21 viku árið 2002. Tíu árum síðar árið 2012 missti hún eiginmann sinn úr heilaæxli. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt öðru góðu fólki og var þar formaður fyrstu 6 árin.

Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar en gegnir nú starfi framkvæmdastjóra.

Karólína Helga Símonardóttir

Stjórnarformaður

Karólína Helga er mannfræðingur, M.A., með diplómu í kennslufræðum og Opinberri stjórnsýslu MPA. Hún starfar sem skrifstofustjóri ásamt því að hafa langa reynslu af því að stýra verkefnum innan opinberra geirans og félagasamtaka.

Karólína Helga missti sambýlismann sinn skyndilega árið 2017. Hún sat í stjórn Ljónshjarta 2019-2021. 

Karólína Helga hefur setið í stjórn Sorgarmiðstöðvar frá stofnun hennar og var varaformaður 2020 – 2021.

Pálína Georgsdóttir

Varastjórn

Pálína kom til Íslands frá Mexíkó árið 2009. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og MBA, og starfar sem ferðaráðgjafi.

Pálína missti þríbura á 22. viku meðgöngu árið 2012.

Palína hefur setið í stjórn Gleym mér ei síðan 2020.

Þórunn Pálsdóttir

Varaformaður

Þórunn Pálsdóttir er menntaður hjúkrunarfæðingur og ljósmóðir. Í dag starfar hún sem brjóstaráðgjafi.

Þórunn missti fyrsta barnið sitt á miðri meðgöngu árið 2005.

Hún stofnaði Gleym mér ei styrktarfélag árið 2013 ásamt öðru góðu fólki og hefur setið í stjórn félagsins frá upphafi.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira