Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir
Stjòrnarformaður
Guðrún Jóna er Hjúkrunarfræðingur B.Sc., MPM. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur ásamt því að hafa langa reynslu af því að stýra verkefnum bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum.
Guðrún Jóna missti son í sjálfsvígi árið 2010. Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar og gerð heimasíðunnar sjálfsvíg.is. Hún hefur í mörg ár unnið í gegnum félagasamtök að forvörnum sjálfsvíga og stuðningi við aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi.
Guðrún Jóna var varamaður í stjórn Sorgarmiðstöðvar við stofnun hennar og formaður stjórnar frá því í maí 2020.