Stjórn og starfsfólk

Anna Dagmar Arnarsdóttir

Varastjórn

Anna Dagmar er  viðskiptafræðingur frá HÍ  og með MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá HR og hefur einnig lokið MA diplómanámi í Jákvæðri sálfræði og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ.

Anna Dagmar missti eiginmann sinn skyndilega sumarið 2019.

Anna Dagmar hefur setið í stjórn Ljónshjarta síðan 2022.

Berglind Arnardóttir

Stjórn

Berglind Arnardóttir er menntaður viskiptafræðingur. Hún hefur starfað í áratug við markaðsmál fyrirtækja og sinnt ýmsum sjálfboðastörfum í íþróttahreyfingunni. Berglind missti ungan son sinn af slysförum árið 2021.

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Varastjórn

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann á
Akureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju.

Guðfinna missti elstu dóttur sína úr sjálfsvígi árið 2014. Hún starfar í stjórn Samhygðar, samtökum um sorg
og sorgarviðbrögð á Norðurlandi eystra sem er
aðildarfélag að Sorgarmiðstöð. 

Hólmfríður Anna Baldursdóttir

Stjórn

Anna hefur starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi og víða erlendis um árabil. Hún starfar nú sem verkefnastjóri í kynningarmálum hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York. 

Anna missti barn eftir 34 vikna meðgöngu. Hún úskrifaðist úr sálgæslunámi Endurmenntunar Háskóla Íslands árið 2022.

Anna er í stjórn Gleym mér ei.

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson

Stjórnarformaður

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson er verkfræðingur að mennt og starfar sem slíkur.

Hann missti unga dóttur árið 2002 og hefur starfað til margra ára fyrir Nýja Dögun, Örnin og önnur samtök til stuðnings syrgjendum og aðstandendum þeirra.
Hrannar kom einnig að vinnu við frumvarp um sorgarorlof fyrir foreldra sem misst hafa barn. 

Hulda Guðmundsdóttir

Stjórn

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands.

Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg. 

Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.

Ína Ólöf Sigurðardóttir

Framkvæmdastjóri

Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð, útskrifast sem markþjálfi og tekið ýmis námskeið er tengajst sorg og áföllum barna og fullorðinna.

Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu árið 2002 og eiginmann eftir langvarandi veikindi árið 2012. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt öðru góðu fólki og var þar formaður fyrstu 6 árin.

Ína Lóa er annar hugmyndasmiður og einn af höfundum fræðsluþáttana MISSIR sem sýndir voru á sjónvarpi Símans og fengu Edduverlaunin árið 2022.

Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar en gegnir nú starfi framkvæmdastjóra.

Jóhanna María Eyjólfsdóttir

Fagstjóri

Jóhanna María Eyjólfsdóttir er djákni en hefur einnig lagt stund á nám í Uppeldis- og menntunarfræðum á masterstigi. Hún var um skeið formaður og framkvæmdastjóri Pieta sjálfsvígsforvarnarsamtaka. Jóhanna María hefur starfað sjálfstætt við sálgæslu og stutt aðstandendur og ástvini í sorg eftir missi.
Hún sinnir sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum og er meðlimur í Áfalla- og viðbragðsteymi samtakanna. Einnig situr hún í undirbúningshópi Embætti landlæknis fyrir Alþjóðadag sjálfsvíga 10. september.

Jóhanna María missti fyrrverandi eiginmann og barnsföður tveggja sona í sjálfsvígi árið 2012.

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira