Stjórn og starfsfólk

Anna Dagmar Arnarsdóttir

Varastjórn

Anna Dagmar er  viðskiptafræðingur frá HÍ  og með MBA með áherslu á mannauðsstjórnun frá HR og hefur einnig lokið MA diplómanámi í Jákvæðri sálfræði og Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ.

Anna Dagmar missti eiginmann sinn skyndilega sumarið 2019.

Anna Dagmar hefur setið í stjórn Ljónshjarta síðan 2022.

Berglind Arnardóttir

Stjórnarformaður

Berglind Arnardóttir er menntaður viskiptafræðingur. Hún hefur starfað í áratug við markaðsmál fyrirtækja og sinnt ýmsum sjálfboðastörfum í íþróttahreyfingunni.
Berglind missti ungan son sinn af slysförum árið 2021.

Guðfinna Hallgrímsdóttir

Stjórn

Guðfinna er hjúkrunarfræðingur að mennt og er með diplóma í sálgæslu. Hún starfar sem verkefnastjóri við Háskólann á
Akureyri ásamt því að vera meðhjálpari í Akureyrarkirkju.

Guðfinna missti elstu dóttur sína úr sjálfsvígi árið 2014. 

Guðfinna sat í stjórn Samhygðar, samtök um sorg og sorgarviðbrögð.

Hólmfríður Anna Baldursdóttir

Varastjórn

Anna hefur starfað hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi og víða erlendis um árabil. Hún starfar nú sem verkefnastjóri í kynningarmálum hjá höfuðstöðvum UNICEF í New York. 

Anna missti barn eftir 34 vikna meðgöngu. Hún úskrifaðist úr sálgæslunámi Endurmenntunar Háskóla Íslands árið 2022.

Anna er í stjórn Gleym mér ei.

Hulda Guðmundsdóttir

Stjórn

Hulda er með M.A í guðfræði og djáknakandídat frá Háskóla Íslands.

Hulda varð ekkja með ung börn. Í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg. 

Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.

Ína Ólöf Sigurðardóttir

Framkvæmdastjóri

Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð, útskrifast sem markþjálfi og tekið ýmis námskeið er tengajst sorg og áföllum barna og fullorðinna.

Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu árið 2002 og eiginmann eftir langvarandi veikindi árið 2012. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt öðru góðu fólki og var þar formaður fyrstu 6 árin.

Ína Lóa er annar hugmyndasmiður og einn af höfundum fræðsluþáttana MISSIR sem sýndir voru á sjónvarpi Símans og fengu Edduverlaunin árið 2022.

Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar en gegnir nú starfi framkvæmdastjóra.

Jóhanna María Eyjólfsdóttir

Fagstjóri

Jóhanna María Eyjólfsdóttir er djákni en hefur einnig lagt stund á nám í Uppeldis- og menntunarfræðum á masterstigi. Hún var um skeið formaður og framkvæmdastjóri Pieta sjálfsvígsforvarnarsamtaka. Jóhanna María hefur starfað sjálfstætt við sálgæslu og stutt aðstandendur og ástvini í sorg eftir missi.
Hún sinnir sjálfboðastarfi hjá Rauða krossinum og er meðlimur í Áfalla- og viðbragðsteymi samtakanna. Einnig situr hún í undirbúningshópi Embætti landlæknis fyrir Alþjóðadag sjálfsvíga 10. september.

Jóhanna María missti fyrrverandi eiginmann og barnsföður tveggja sona í sjálfsvígi árið 2012.

Kolbeinn Elí Pétursson

Stjórn

Vantar texta *

Lóa Björk Ólafsdóttir

Stjórn

Lóa starfar sem hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Hún vann áður í mörg ár við sérhæfða líknarþjónustu í heimahúsum. Lóa hefur lokið kúrsum á diplóma og meistarastigi í endurmenntun Háskóla Íslands, meðal annars í líknarhjúkrun og sálgæslu. Hún er einnig Jóga Nidra leiðbeinandi.

Lóa hefur langa reynslu af vinnu með fjölskyldum sem takast á við sorg og erfiðar tilfinningar í alvarlegum veikindum og við ástvinamissi.

Lóa sat í stjórn Nýrrar dögunar, samtök um sorg og sorgarviðbrögð og stjórn Lífsins-samtaka um líknarmeðferð.

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira