Stjórn Sorgarmiðstöðvar

Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir

Stjòrnarformaður

Guðrún Jóna er Hjúkrunarfræðingur B.Sc., MPM. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur ásamt því að hafa langa reynslu af því að stýra verkefnum bæði hjá stofnunum og fyrirtækjum.

Guðrún Jóna missti son í sjálfsvígi árið 2010. Árið 2011 kom hún að stofnun Minningarsjóðs Orra Ómarssonar og gerð heimasíðunnar sjálfsvíg.is. Hún hefur í mörg ár unnið í gegnum félagasamtök að forvörnum sjálfsvíga og stuðningi við aðstandendur sem misst hafa í sjálfsvígi.

Guðrún Jóna var varamaður í stjórn Sorgarmiðstöðvar við stofnun hennar og formaður stjórnar frá því í maí 2020.

Ína Ólöf Sigurðardóttir

Framkvæmdarstjóri

Ína Lóa er grunnskólakennari að mennt og hefur starfað sem slíkur til fjölda ára. Hún hefur tekið diplómanám í hugrænni atferlismeðferð og einnig útskrifast sem markþjálfi. 

Ína missti fyrsta barn sitt á meðgöngu genginn 22 vikur árið 2002. 10 árum síðar eða árið 2012 missti hún eiginmann sinn úr heilaæxli. Árið 2013 stofnaði hún Ljónshjarta ásamt öðru góðu fólki og var þar formaður fyrstu 6 árin.

Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og gegnir nú starfi framkvæmdastjóra hjá Sorgarmiðstöð.

 

 

 

 

Karólína Helga Símonardóttir

Stjórn

Karólína Helga er Mannfræðingur, M.A., með diplómu í kennslufræðum og Opinberri stjórnsýslu MPA. Hún starfar sem framhaldskólakennari ásamt því að hafa langa reynslu af því að stýra verkefnum innan opinberra geirans og félagasamtaka.

Karólína Helga missti sambýlismanns sinn skyndilega árið 2017. Hún situr í stjórn Ljónshjarta og verið varaformaður þar síðan 2019. 

Karólína hefur setið í stjórn Sorgarmiðstöðvar frá stofnun hennar og er varaformaður
stjórnar frá því í maí 2020.

 

K. Hulda Guðmundsdóttir

Stjórn

Hulda er með MA í guðfræði frá HÍ og djáknakandídat frá HÍ.

Hulda varð ekkja með ung börn og í tæp 20 ár var hún virk í stjórn og starfi Nýrrar dögunar, stuðnings í sorg. 

Hulda kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn frá árinu 2018-2020.

Anna Lísa Björnsdóttir

Stjórn 

Anna Lísa er ein af stofnendum Sorgarmiðstöðvar ásamt því er hún ein af stofnendum Gleym mér ei styrktarfélags.

Anna Lísa hefur verið gjaldkeri Sorgarmiðstöðvar frá því í maí 2020.

Helga Óskarsdóttir 

Stjórn

Helga er í stjórn Sorgarmiðstöðvar og er ritari stjórnar. Helga er varamaður í stjórn Birtu Landsamtökum.

Helga missti son sinn úr fíkn 2019. Helga er með Msc gráðu í fjármálum fyrirtækja og starfar sem fjármálastjóri.

Karen Björk Guðjónsdóttir

Varastjórn

Karen Björk er með B.Ed gráðu og starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík.

Karen missti manninn sinn úr krabbameini árið 2012 á líknadeild Landspítalans. Hún er einn af stofnendum Ljónshjarta, samtaka fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn þeirra og hefur setið í stjórn þess frá upphafi til ársins 2020.

Karen Björk er í varastjórn Sorgarmiðstöðvar og hefur verið þar frá stofnun hennar.

Árný Heiða Helgadóttir 

Varastjórn

Árný Heiða er viðskiptafræðingur, B.sc., með meistarapróf frá Ítalíu í verkefnastjórnun og starfar sem verkefnastjóri hjá Össuri.

Árný Heiða missti son á meðgöngu árið 2017. Í kjölfarið gekkst hún til liðs við styrktarfélagið Gleym mér ei og er þar gjaldkeri í stjórn félagsins.

Árný Heiða er varamaður í stjórn Sorgarmiðstöðvar.

Hjalti Jón Sverrisson

Varastjórn

Hjalti Jón starfar sem prestur í Laugarneskirkju og hefur í námi sínu og starfi lagt áherslu á æskulýðsstarf annars vegar og sálgæslu hins vegar. Vorið 2020 lauk hann diplómanámi á meistarastigi í sálgæslufræðum og þá hefur hann lært áfallafræðin Trauma Resiliency Model, Level 1 og 2.

Hjalti Jón er varamaður í stjórn Sorgarmiðstöðvar. Hann er einnig í stjórn Arnarins, sem er styrktar-og minningarsjóður sem starfar í þágu barna- og unglinga.

Elísa Rós Jónsdóttir 

Varastjórn

Elísa er menntaður hársnyrtir en starfar í dag í ferðaþjónustu. 

Hún er formaður Birtu-Landssamtaka foreldra sem misst hafa börn/ungmenni skyndilega en Elísa missti son sinn úr fíkn í janúar 2018. 

Elísa er í varastjórn Sorgarmiðstöðvar.

COMING SOON

wkrótce

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira