Foreldramissir

Að missa foreldri er án efa eitthvert mesta áfall sem barn eða ung manneskja getur orðið fyrir. Oft fylgir slík reynsla fólki ævina á enda. Það er því nauðsynlegt að vinna vel úr foreldramissi svo áfallið verði ekki hamlandi seinna meir. Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og að hitta aðra sem deila reynslu er oft mikil hjálp.

Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshóp fyrir ungt fólk sem misst hefur foreldri. Stuðningshópastarfið er í sex skipti og ávallt á sama tíma á sama degi. Hægt er að skrá sig í stuðningshóp hvenær sem er og er farið af stað með hóp þegar hann er orðinn fullskipaður.

Vegna aukinnar aðsóknar óskar Sorgarmiðstöð eftir því að þau sem skrá sig í stuðningshópastarf greiði staðfestingargjald til að tryggja þátttöku. Staðfestingargjald á að greiða eftir að hópstjórar hafa staðfest skráningu viðkomandi með samtali.

ATH: Ef þú hefur misst foreldri vegna fíknar eða í sjálfsvígi gæti hentað betur að skrá sig í hópastarf fyrir þann missi þar sem þar er að auki sértæk úrvinnsla í kringum sorgina. Það er alltaf velkomið að heyra í okkur og fá ráð hvaða hópastarf hentar hverjum og einum.

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira